Stóru bankarnir og bandaríski seðlabankinn reyndu eftir fremsta megni í meira en tvö ár að halda leyndum atriðum í sambandi við stærstu björgunaraðgerð banka í sögu Bandaríkjanna.

Seðlabankinn greindi þannig ekki frá því hvaða bankar áttu í svo miklum vandræðum að 5. desember þurftu þeir til samans á að halda 1,2 þúsundir milljarða dala lánveitingum að halda.

Í fréttaskýringu tímaritsins Bloomberg Markets kemur fram að bandarísku bankarnir greindu ekki frá því að þeir tóku tugi milljarða dala í neyðarlán á sama tíma og þeir fullvissuðu fjárfesta um að þeir stæðu traustum fótum. Enginn reiknaði út að bankarnir högnuðust um 13 milljarða dala með því að nýta sér að vextir seðlabankans voru undir markaðsvöxtum á sama tíma.

Eftir að hafa verið bjargað með þessum hætti lögðust bankarnir síðan gegn því að að stjórnvöld hertu reglur um banka og fjármálafyrirtæki sem reyndist þeim auðveldara þar sem bandaríski seðlabankinn skýrði þinginu ekki nákvæmlega frá björgunaðgerðunum í þágu bankanna á sama tíma og það tók ákvörðun um að dæla meira fé í bankakerfið og ræddi um lagabreytingar sem miðað gætu að því að koma í veg fyrir aðra bankakreppu.