Bandaríski seðlabankinn bauð í gær upp skammtíma skuldabréf að andvirði 75 milljarða Bandaríkjadala til fjármálafyrirtækja. Frá þessu er greint á vef BBC.

Tilboðin sem bárust í gær, frá 73 bjóðendum, voru upp á samtals 95,9 milljarða dala þannig að ljóst er að um nokkra umframeftispurn var að ræða. Þetta er þrettánda uppboðið af þessu tagi sem bandaríski seðlabankinn heldur síðan um miðjan desember, til að hjálpa bönkum vegna lánsfjárskrísunar.

Það hefur verið erfitt fyrir fyrirtæki og einstaklinga að fá lán, þar sem bankar hafa verið tregir til útlána. Skuldabréfin sem nú voru boðin út til bankanna eru til 28 daga og bera 2,26% vexti.