Seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnti fyrir stundu að bankinn hefði lækkað stýrivexti sína í það lægsta sem um betur en þeir verða nú á bilinu 0% - 0,25%. Stýrivextir voru 1%.

Í greinargerð vegna ákvörðun bankans kemur fram að Seðlabankinn ætli sér að gera allt sem í sínu valdi stendur til að binda endi á þá fjármálakreppu sem nú ríkir vestanhafs.

Greiningaraðilar á vegum Bloomberg fréttaveitunnar höfðu gert ráð fyrir 50 – 75 punkta lækkun en bjartsýnustu menn höfðu þó gert ráð fyrir 100 punkta hækkun þannig að stýrivextir yrðu 0%.

„Seðlabankinn er í raun að segja að nú verði prentaðir peningar eins og enginn sé morgundagurinn þangað til að bankinn sér að hagkerfið fer að vaxa á eigin vegum á ný,“ segir William Poole, fyrrverandi bankastjóri Seðlabankans í St. Louis í Bandaríkjunum.

Fleiri viðmælendur Bloomberg taka undir þetta og segja að nú verði prentaðir peningar út í hið óendanlega. Sumir þeirra vísa til reynslu Japana sem á árunum 2001 – 2006 héldu stýrivöxtum sínum lágum (á bilinu 0% - 0,5%) og „prentuðu sig út úr sinni kreppu“ eins og einn þeirra orðar það.