Í dag kl. 18 mun Luis Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, ganga til liðs við meira en 100 uppvakninga í tilefni sérstakrar forsýningar á fyrsta þætti þriðju þáttaraðar bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar „The Walking Dead“ í Bíó Paradís.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins eru einhverjar líkur á því að bandaríski sendiherrann komi klæddur sem zombie en hann er mikill zombie áhugamaður. Kvikmyndastofnun Bandaríkjanna (The American Film Institute) hefur valið The Walking Dead eina af tíu bestu sjónvarpsþáttaröðunum árið 2012.