Fannie Mae og Freddie Mac, tveir stærstu húsnæðislánasjóður vestanhafs tilkynntu í dag að þeir myndu fresta aðför og uppboðum á íbúðarhúsnæði vegna gjaldfallina skulda fram á næsta ár. Ríkisvaldið í Bandaríkjunum leitar nú leiða til þess að koma í veg fyrir að fyrirsjáanleg gjaldþrotahrina vegna fasteignakaupa einstaklinga komi þúsundum á götuna.

Stjórnmálamenn og regluverkamenn í Bandaríkjunum hafa beitt fyrirtækin tvö miklum þrýstingi til þessa, enda er um helmingur fasteignalána þar vestra á þeirra vegum. Félögin lentu í miklum hremmingum í haust, en stjórnvöld tóku þau þá nánast yfir til þess að afstýra fullkomnu hruni á fasteignamarkaðnum.