Að gefnu tilefni er vakin athygli á því að vegna þakkargjörðarhátíðar í Bandaríkjunum voru markaðir lokaðir vestanhafs í dag.

Á morgun, föstudag, er svokallaður svarti föstudagur (e.black friday) sem er fyrsti virki dagur eftir þakkargjörðarhátíð. Þar með hefjast hátíðarinnkaup formlega. Venjulega hækka neysluvísitölur í kjölfarið.

Neysluvísitölur hafa ekki hækkað í takt við áætlanir undanfarið. Það verður því áhugavert fyrir áhugamenn um viðskipti og hagkerfi að fylgjast með næstu daga og vikur.