Um fjórir af hverjum tíu bandarískum milljónamæringum, talið í dollurum, finnast þeir ekki vera ríkir. Margir þeirra telja að þeir þurfi að eiga að minnsta kosti 7,5 milljónir dala til að þeir teljist ríkir, samkvæmt könnun sem gerð var af Fidelity í Bandaríkjunum. 7,5 milljónir dala jafngildir rúmlega 850 milljónum íslenskra króna.

Um 42% af alls þúsund milljónamæringum sögðu að þeim liði ekki líkt og þeir væru ríkir einstaklingar. Aðspurðir áttu að minnsta kosti auðseljanlegar eignir sem nema yfir milljón dala, að fasteignum og lífeyrissjóðum undanskildum. Reuters greinir frá niðurstöðunum í dag.

Meðalaldur þátttakenda var 56 ár og áttu milljónamæringarnir að meðaltali um 3,5 milljónir dala. Þrátt fyrir að um 42% telja sig ekki vera ríka, þá eru bandarískir milljónamæringar nokkuð bjatrsýnni nú en árið 2009. Þá töldu 46% sig ekki vera auðuga. Einnig voru aðspurðir einnig jákvæðari gagnvart horfum í efnahagsmálum.