Verð á bandarískri hráolíu er komið í 39 dollara á tunnu en í lok júní var það í kringum 60 dollara á tunnu og hefur því lækkað um 35% á tveimur mánuðum.

Von er á því að í lok árs munu bandarískir neytendur spara 90 dollurum á mánuði á hvert heimili, að því gefnu að kaupmáttur og hagvöxtur aukist að sama skapi á tímabilinu. Líklegt þykir að bensínlíterinn í Bandaríkjunum geti farið niður fyrir tvo dollara á gallonið eða um 53 sent á líterinn.

Opinbert mat á eldsneytisverði í Bandaríkjunum gerir ráð fyrir bensínlítra á um 2,64 dollara á gallonið í þessari viku en það stóð í 2,84 dollurum í júlí. Að jafnaði eyðir hvert heimili um 3,3 gallon á mánuði eða um 12,5 lítra. Það gerir það að verkum að hvert heimili geti að jafnaði sparað um 90 dollurum á mánuði ef spár ganga eftir um áframhaldandi lækkun olíuverðs.

Nánar er fjallað um málið á vef Financial Times .