Eigendur flestra félaga sem tilgreind eru á kröfuhafalistum Kaupþings og Glitnis eru bandarískir vogunarsjóðir. Þetta er fullyrt í Fréttablaðinu í dag þar sem segir nöfn félaganna séu oft talsvert ólík nöfnum þeirra sjóða sem raunverulega eiga þau. Þá segir að félögin séu gjarnan stofnuð í skattaparadísum eða á aflandseyjum þar sem bankaleynd er rík

Tólf vogunarsjóðir eiga um þriðjung krafna á Kaupþing og eiga níu þeirra einnig stórar kröfur á Glitni.