Ben Bernanke, aðalseðlabankastjóri bandaríska seðlabankans, segir stöðu og styrk fjármálageirans hafa batnað verulega frá hruni. Eiginfjárstyrkur þeirra hafi batnað verulega. Rúm fjögur ár eru liðin frá því fjárfestingarbankinn Bear Stern fór á hliðina vestanhafs en var bjargað á síðustu stundu. Í september sama ár fór Lehman Brothers í þrot og skall fjármálakreppan á af fullum þunga.

Bernanke sagði á ráðstefnu um bandaríska bankageira sem stendur yfir í Chicago, að enn séu nokkri óvissuþættir sem trufli rekstur þeirra. Þar á meðal eru fasteignalánasöfn bankanna sem óvíst hvers virði eru.