*

fimmtudagur, 27. janúar 2022
Erlent 24. júlí 2021 16:50

Bandarísku flugfélögin skila hagnaði

Þrjú af fjórum stóru bandarísku flugfélögunum skiluðu hagnaði á öðrum ársfjórðungi.

Ritstjórn
Delta Air Lines hagnaðist um 652 milljónir dala á öðrum ársfjórðungi, mest bandarísku flugfélaganna.
Aðsend mynd

Þrjú af fjórum bandarísku kjarnaflugfélögunum skiluðu hagnaði á öðrum ársfjórðungi. United Airlines vað það eina með neikvæða afkomu á fjórðungnum en félagið væntir þess að skila hagnaði aftur á seinni helmingi ársins. Finanacial Times greinir frá. 

Delta Air Lines hagnaðist um 652 milljónir dala á öðrum ársfjórðungi. Southwest fylgdi þeim á eftir með 348 milljóna dala hagnað og American Airlines með 19 milljónir dala. Hlutabréfaverð félaganna hefur þó enn lægra heldur en í febrúar 2020.  

Á sama tíma eru evrópsk flugfélög enn í miklum taprekstri. Munurinn liggur helst í því að innlend flug vega mun meira í rekstri bandarísku flugfélaganna og því hafi alþjóðlegar flugreglur mun meiri áhrif á evrópsk félög, að sögn hagfræðingsins Dan Atkins.

Þá hefur bandaríski flugiðnaðurinn fengið milljarða dala í beinan ríkisstuðning. Mörg leiðandi evrópsk flugfélög fengu ekki beinan stuðning frá ríkissjóðum að frátöldum niðurgreiðslum á launakostnaði (e. furlough). 

Doug Parker, forstjóri American Airlines, segir að ríkisstyrkir og lágir vextir sem stóðu bandarískum fyrirtækjum í flugiðnaðinum til boða hafi verið gríðarlega vel heppnuð blanda. Hann hampaði einnig eins konar hlutdeildarleið (e. payroll suppert program, PSP) sem gerði flugfélaginu kleift að halda í fleiri starfsmenn og gat því brugðist hratt við þegar eftirspurn jókst að nýju. 

„Hefði ekki fyrir PSP, þá myndum við ekki sjá flugfélög reyna að vaxa, líkt og við, um 45% í fjórðungnum“ sagði Parker. „Þú hefðir fremur séð flugfélög leggja niður starfsemi.“