Nýjum atvinnuleysisbótaþegum fækkaði lítillega í síðustu viku frá því í vikunni þar áður, að því er fram kemur í nýjum hagtölum frá Vinnumálastofnun Bandaríkjanna. Skráningunum fækkaði um 2000 og námu þær samtals 322 þúsund, en þetta í fyrsta skipti í fimm vikur sem nýjum bótaþegum fækkar á milli vikna og er það talið gefa til kynna hóflegan vöxt á vinnumarkaði þar í landi.