Listi yfir bandaríska banka í fjárhagserfiðleikum hefur lengst frá því um síðasta sumar. Í september voru þeir orðnir 860 talsins og fjölgaði frá 829 í júlí. Bandarísk yfirvöld halda utan um fjölda þeirra banka sem eiga í erfiðleikum.

Athygli vekur að á sama tíma og bönkum í fjárhagsvanda fjölga að þá hefur hagnaður þeirra aukist mikið frá því á þriðja ársfjórðungi 2009. Þá nam heildarhagnaður þeirra 2 milljörðum dala en nam 14,5 milljörðum á þriðja ársfjórðungi í ár. Það er þó minna en á öðrum ársfjórðungi í ár þegar bankar skiluðu 21.4 milljarða hagnaði.

Í frétt CNBC um málið segir að bankastofnanir hafi á þriðja ársfjórðungi lagt minna til hliðar til að bregðast við tapi í framtíðinni en áður. Þarf að fara aftur til síðasta ársfjórðungs 2007 til að finna lægri tölu.