Lítil breyting var á stöðu bandarísks hlutabréfamarkaðar við lokun í gær samanborið við daginn áður. Nokkur hækkun var framan af degi en úr dró skömmu fyrir lokun markaða.

Þetta kemur fram á vef fréttaveitunnar Reuters í dag. Þar segir jafnframt ástæðuna vera áhyggjur af ástandinu í Evrópu, sem sjálfsagt kemur fáum á óvart. Nokkur uppsveifla var á bandarískum markaði á mánudaginn en slæmt gengi á hlutabréfum Facebook og ýmissa orkufyrirtækja dró úr genginu í gær. Þá halda fundir leiðtoga G8-ríkjanna áfram í dag og er hlutabréfamarkaðurinn talinn endurspegla óvissu um hver niðurstaða þess fundar verður.

Dow Jones vísitalan DJI lækkaði um 01,67 punkta í gær, Standar % Poor´s 500vísitalan SPX hækkaði um 0,64 punkta og lækkaði Nasdaq vísitalan IXIC um 8,13 punkta.