Raftækjaverslunin Bang & Olufsen missti meira en fjórðung af markaðsvirði sínu eftir að fyrirtækið sendi frá sér afkomuviðvörun þess efnis að tekjurnar muni ekki aukast á þessu ári sökum erfiðleika tengdum dreifingu. Þetta kemur fram á vef Bloomberg .

Verð á hlutabréfum í fyrirtækinu lækkaði um 28% og í kjölfarið lækkaði virði fyrirtækisins niður í 4,4 milljarða danskra króna. Fyrirtækið hefur átt í vandræðum þar sem neytendur eru í meiri mæli farnir að kaupa smærri hljóðflutningstæki í staðinn fyrir stórar græjur.

Búist er við að tekjur fyrirtækisins muni staðna á þessu ári í samanburði við fyrri spár sem gerðu ráð fyrir 10% vexti.