Búið er að hanna bangsa sem getur fylgst með lífsmörkum barns við það eitt að vera knúsaður. Bangsinn heitir Teddy the Guardian (Teddy vörður) og það voru Josipa Majic og Ana Burica frá Króatíu sem bjuggu Teddy til.

Hann getur mælt hitastig, hjartslátt og súrefni í blóði bara við það eitt að vera faðmaður. Upplýsingarnar eru svo sendar þráðlaust í snjallsíma.

Bangsinn þykir mjög sniðugur vegna þess að mörg börn hræðast hitamæla og önnur spítalatól en nú geta þau verið í algjörri slökun á meðan lífsmörk eru mæld.

BBC segir frá málinu en hér má sjá myndband af Teddy trausta .