Bank of America, einn stærsti banki Bandaríkjanna,mun borga sekt upp á 17 milljarða Bandaríkjadala, eða sem nemur tæpum 2000 milljörðum íslenskra króna, vegna þess að hafa platað fjárfesta í það að kaupa eitruð fasteignaveð. Þessu greinir The Telegraph f rá.

Um er að ræða hæstu upphæð sem fyrirtæki í sögu Bandaríkjanna hefur samið um að greiða, en tengist kaup bankans á Merril Lynch og Countrywide Financial sem hefur kostað fyrirtækið marga tugi milljarða Bandaríkjadala yfir síðastliðin sex ár.

Flestu slæmu lánin voru seld af Countrywide Financial og Merril Lynch áður en Bank of America keypti fyrirtækin í efnahagskreppunni árið 2008.

Til að svara ákæru ríkisstjórnarinnar mun Bank of America borga 9,65 milljarða Bandaríkjadala í reiðufé auk þess að borga 7 milljarða Bandaríkjadala í aðstoð til neytenda.