Bandaríski bankinn JP Morgan Chase hefur velt Bank of America úr sessi sem umsvifamesti banki Bandaríkjanna. Bankastjórinn Brian Moynihan hefur gripið til aðgerða til að ná toppsætinu á ný, bæði með hagræðingu og umdeildum álögum á viðskiptavini.

Bank of America hagnaðist um 6,23 milljarða dala á þriðja ársfjórðungi samanborið við 7,3 milljarða á sama tíma í fyrra. Tekjur jukust á sama tíma um 6% og námu í lok tímabilsins 28,7 milljörðum dala. Hluti af afkomu bankans skýrist af eignasölu innan og utan Bandaríkjanna og lokunar veðmáladeildar sem hafði keypt fasteignalán af öðru lánafyrirtækjum.

Bandaríska dagblaðið Los Angeles Times segir bankastjórann Moynihan segir Bank of America ekki þurfa að vera stærsti banki landsins heldur sá besti.

Bank of America
Bank of America
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)