Bandaríski bankinn Bank of America hefur fallist á að endurgreiða Fannie Mae 11,6 milljarða bandaríkjadala. Greiðslan er til sátta vegna ásakana um að bankinn hafi selt slæma fjármálagerninga, svokölluð undirmálslán, og eigi því að bera ábyrgð á tapi sem því fylgdi. Frá þessu greinir á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Alls hafa nú tíu stórir veitendur húsnæðislána gegn veði samþykkt að greiða hver í sínu lagi 8,5 milljarði bandaríkjadala fyrir mistök tengd húsnæðislánunum og innheimtu þeirra. Greiðslurnar fara beint til eigenda húsnæðis sem bankarnir höfðu tekið á grundvelli greiðslufalls þessara lána. Einstakir eigendur fá allt að 125.000 dollara.