Bank of America, næst stærsti banki Bandaríkjanna, stefnir á að geta flýtt aðhaldsaðgerðunum með því að draga úr rekstrarkostnaði á móti tekjusamdrætti.

Stærsti liðurinn í aðhaldsaðgerðunum eru uppsagnir og binda stjórnendur vonir í að hægt verði að ljúka uppsögnum fyrir lok þessa árs. Samtals verður um 16 þúsund starfsmönnum sagt upp.

Þetta þýðir að Bank of America verður ekki lengur stærsti vinnuveitandi Bandaríkjanna. Starfsmönnum mun fækka í um 260 þúsund.

Bankinn hefur átt erfitt uppdráttar eftir efnahagsörðugleikana sem hófust í lok 2008. Virði hlutabréfa bankans hafa lækkað um 72% frá því í september 2008 í samanburði við 12% hækkun hjá Wells Fargo og 4,4% hækkun hjá JPMorgan.