*

þriðjudagur, 7. júlí 2020
Erlent 2. júní 2020 18:03

Heita 1 milljarðs dala framlagi

Bank of America heitir eins milljarðs dollara framlagi til að styðja við uppbyggingu efnahagslífsins í Bandaríkjunum.

Ritstjórn

Bank of America heitir eins milljarðs dollara framlagi til að styðja við uppbyggingu efnahagslífsins í Bandaríkjunum í kjölfar COVID-19 faraldursins. Frá þessu er greint á vef Forbes.

Atvinnuleysi meðal minnihlutahópa og ungs fólks er hefur farið hækkandi og atvinnuleysið er nú um 20%. Nú hefur næststærsti banki Ameríku, Bank of America heitið því að leggja til eins milljarðs dollara framlag til að hjálpa hagkerfinu að komast aftur á réttan kjöl.

„Undirliggjandi ójafnræði, bæði efnahagslegt og félagslegt hefur aukist mikið í COVID-19 heimsfaraldrinum," segir Brian Moynihan í viðtali við Forbes.

Bankinn mun einblína á það að aðstoða litaða einstaklinga og þeirra samfélagi sem hafa orðið hvað verst úti í heimsfaraldrinum.