Hagnaður Bank of America á þriðja ársfjórðungi nam 168 milljónum bandaríkjadollara. Fyrir ári síðan var hagnaður bankans á sama tímabili um 2,5 milljarðar bandaríkjadollara. Heildartekjur bankans námu 21,4 milljarði bandaríkjadollara.

Ástæðuna fyrir minni hagnaði bankans má rekja til kostnaðar hans vegna samkomulags sem bankinn gerði við bandarísk stjórnvöld vegna mála sem tengdust veðlánum. Nema útgjöld bankans vegna samkomulagsins um 5,3 milljörðum bandaríkjadollara.

Flest rekstrarsvið bankans bættu sig þó á tímabilinu samanborið við síðasta ár og skiluðu auknum hagnaði.