Bank of America, stærsti banki Bandaríkjanna ef litið er til eigna, tapaði 1,24 milljörðum dala á fjórða ársfjórðungi 2010. Er það annar ársfjórðungurinn í röð sem tap er af rekstri bankans.

Afskriftir vegna fasteignalána útskýra að stærstum hluta tap bankans en bankinn afskrifaði tvo milljarða dala á 4. ársfjórðungi vegna slæmra lána. Bankinn keypti lánafyrirtækið Countrywide fyrir þremur árum og hefur þurft að afskrifa mikið af útlánum þess. Einnig varð tap af tryggingahluta rekstursins.