Bank of America  hefur ákveðið að höfuðstöðvar bankans innan Evrópusambandsins verði staðsettar í Dublin samkvæmt frétt BBC . Ákvörðunin kemur í kjölfarið á útgöngu Breta úr ESB sem hefur orðið til þess að fjölmörg fjármálafyrirtæki hafa þurft að leita að nýjum stað til að eiga greiðan aðgang að innri markaði sambandsins.

Bank of America er þarf með fyrsti Bandaríski bankinn sem staðfestir Dublin sem nýjar höfuðstöðvar innan ESB. Bankinn er nú þegar með um 700 starfsmenn í Dublin. Brian Moynihan forstjóri Bank of America lét hafa það eftir sér að Dublin væri nú þegar sú starfsstöð innan Evrópu sem bankinn væri með flesta starfsmenn fyrir utan Bretland. Því hafi valið á írsku höfuðborginni verið auðvelt þar sem bankinn væri nú þegar með fullt starfsleyfi á Írlandi.