Bank of America mun að öllum líkindum annað hvort lækka yfirtökutilboð sitt í bandaríska fasteignalánafyrirtækið Countrywide eða þá hætta alveg við yfirtöku að sögn Reuters fréttastofunnar.

Þá greinir Reuters frá því að eftir síðasta uppgjör Countrywide sé staða félagsins svo slæm, eigið fé félagsins neikvætt og það kunni að verða byrði á Bank of America að yfirtaka félagið.

Greiningaraðilar hafa lækkað verðmat sitt á Countrywide niður í 2 Bandaríkjadali á hlut úr 7 dölum á hlut.

Bank of America tilkynnti í janúar síðastliðnum að bankinn hygðist yfirtaka Countrywide.