Bank of America (BofA) hefur tilkynnt um tveggja milljarða Bandaríkjadala kaup í bandaríska lánafyrirtækinu Countrywide Financial, en félagið er eitt af stærri veðlánafyrirtækjum Bandaríkjanna og hefur átt í greiðsluerfiðleikum undanfarið í kjölfar óróleikans tendum áhættusömum fasteignalánum þar í landi.

Kaup BofA slógu aðeins á áhyggjur af vaxandi lausafjárþurrð á fjármagnsmörkuðum og hækkuðu hlutabréfavísitölur á Wall Street í kjölfarið þegar markaðir opnuðu í gærmorgun. Þær hækkanir gengu hins vegar til baka og um klukkan tvö að bandarískum tíma höfðu hlutabréfavísitölur lækkað um hálft prósent.