James Peck dómari við gjaldþrotadómstólinn á Manhattan, New York, dæmdi Bank of America til að endurgreiða Lehman Brothers 500 milljónir dala, um 55 milljarða króna, auk vaxta. BofA fékk þessar fjárhæð í hendur eftir að Lehman fékk vernd fyrir kröfuhöfum (Chapter 11).  Þetta kemur fram á vef WSJ.

Lehman Brothers reynir jafnframt að endurheimta 8,6 milljaðra dala frá JPMorgan Chase og 11 milljarða dala frá Barclays bankanum. Peck dómari er einnig með þau mál á sínu borði.