Bank of America hefur afráðið að hætta að veita námsmönnum lán til að fjármagna nám sitt. Eftirspurn eftir slíkum lánum hefur dregist hratt saman eftir að lántökukostnaður hækkaði hratt og stuðningur ríkisins minnkaði. Fleiri bankar hafa horfið frá útlánum til fjármögnunar háskólanáms, svo sem Citigroup. Bloomberg greinir frá þessu.

The Charlotte, banki staðsettur í Norður-Karólínu, mun áfram bjóða námslán til stúdenta með fulltingi ríkisvaldsins. Lán frá bankanum námu alls 85% af heildarnámslánum í Bandaríkjunum í fyrra, sem námu alls 6 milljörðum dollara.