Bank of America er orðið verðmætasta fjármálafyrirtæki heims er það skipti um sæti við Citigroup í gær, að sögn greiningardeildar Landsbankans.

Markaðvirði Bank of America er 243,7 milljarðar dollara við lok markaða í gær en Citigroup 243,5 milljarða dollara.

?Hvort fyrirtæki var því rúmlega 16.900 milljarða króna virði við lokun markaða í gær. Gengi bréfa Citigroup hefur lítið hækkað á árinu, um 2%, en Bank of America hefur hækkað um tæp 18%,? segir greiningardeildin.

Afkoma bankanna spilar líklega hlutverk gengisþróuninni. ?Hagnaður Bank of America á þriðja fjórðungi jókst um 41% milli ára og nam 5,4 milljörðum dala.

Hagnaður Citigroup minnkaði hins vegar um 23% á þriðja fjórðungi og nam 5,5 milljörðum dala. Ef horft er á fyrstu níu mánuði ársins dróst hagnaður Citigroup saman um 7% en hagnaður Bank of America jókst um 23%,? segir greiningardeildin.

?Citigroup sagði í fréttatilkynningu sinni með níu mánaða uppgjörinu að heildartekjur á fjórðungnum hefðu lítið breyst milli ára, þar sem minnkandi tekjur innan Bandaríkjanna hefðu vegið á móti vexti á öðrum mörkuðum. Tekjur Bank of America jukust hins vegar um tæpan þriðjung á milli ára,? segir greiningardeildin.