Bank of America (BofA), stærsti banki Bandaríkjanna ef litið er til eigna, ætlar að ráða allt að þúsund nýja bankastarfsmenn fyrir lok árs 2012. Með ráðningunum vill bankinn auka umsvif sín á markaði minni fyrirtækja í borgum þar sem ítök BofA eru lítil fyrir.

Bankinn ætlar að ráða starfsmenn í Los Angeles, Dallas, Washington og Baltimore strax á þessu ári með frekari útbreiðslu í huga á næstum tveimur árum. Þannig ætlar bankinn sér að auka lánaþjónustu til minni fyrirtækja, þeirra sem eru með tekjur á bilinu 250 þúsund til 3 milljóna dala. Það jafngildir á bilinu  27 milljónum króna til rúmlega 330 milljóna kóna.