Englandsbanki tilkynnti óbreytta stýri vexti í morgun.  Kosning um tillögu um óbreytta stýrivexti í Bretlandi fór 8:1. Stýrivextir í Bretlandi er nú 0,5% og hafa verið það síðan í mars 2009.  Kreppan í Bretlandi er sú dýpsta eftir Seinna heimstyrjiöldina.

Samkvæmt fundargerð peningastefnunefndar (The Monetary Policy Committee) vildi Andrew Sentance hækka vexti um 0,25% (25 pkt) af ótta við verðbólgu.  Er þetta í þriðja sinn sem tillögu Sentance þess efnis er hafnað.

Sentance, sem ekki er starfsmaður bankans (external member), hefur umtalsverða reynslu úr bresku viðskiptalífi.  Hann var m.a. aðalhagfræðingur British Airways.   Sentance er í dag prófessor við Háskólann í Warwick.