Bank of New York hefur samþykkt yfirtöku á fjármálafyrirtækinu Mellon Financial, en við samrunan verður til stærsti umsjónarmaður fjáreigna (e. custodian of financial assets) í heimi og eitt af tíu stærstu eignastýringarfyrirtækja í heiminum, segir í frétt Dow Jones.

Sameinað markaðsverðmæti fyrirtækjanna er 43 milljarðar Bandaríkjadala (2,9 billjónir króna, miðað við lokagengi á föstudaginn þegar tilboðið var lagt fram.

Tilboðið er nokkuð umdeilt að því leyti að Bank of New York býður 3% minna en lokagengi Mellon var á föstudag.

Hluthafar Bank of New York fá 63% hlutdeild í nýja fyrirtækinu.

Framkvæmdarstjóri Mellon hefur varið samninginn og segir að samruninn muni bæta við hagnað fyrirtækisins gríðarlega á næstunni og því sé 3% afslátturinn óverulegur í því samhengi.