Samkvæmt ákvörðun stjórnar Íbúðalánasjóðs 21. febrúar 2008 er gerð krafa um bankaábyrgð viðskiptabanka við greiðslumat byggingaraðila vegna lána til nýbygginga. Þetta kemur fram á vef Íbúðarlánasjóðs.

„Skal ábyrgðin ná til greiðslu lánsins og gilda þar til lánið verður greitt upp eða Íbúðalánasjóður hefur samþykkt nýjan skuldara að láninu við eigendaskipti fasteignarinnar. Falli ábyrgð niður er heimilt að gjaldfella lánið.

Eftir sem áður munu vanskil við Íbúðalánasjóð koma í veg fyrir samþykkt útlána viðkomandi umsækjanda, allar aðrar reglur og viðmið eru í fullu gildi. Bankaábyrgðin jafngildir greiðslumati fyrir byggingaraðilana. Regla þessi tekur gildi frá og með 23. febrúar 2008 umsóknir sem berast í dag 22. febrúar fylgja gömlu reglum," segir á vef Íbúðarlánasjóðs.