Á fundi leiðtoga Evrópusambandsins 28-29. júní næstkomandi verða ræddir möguleikar á stofnun bankabandalags meðal landanna. Þá verður fjallað um nánara samstarf ríkjanna í efnahagsmálum og mögulega stofnun nýs neyðarsjóðs sambandsins. Þetta kemur fram í fréttum CNBC í dag en fréttastofan hefur undir höndum minnisblað sem undirbúið hefur verið fyrir fundinn .

Í skjalinu er meðal annars fjallað um nauðsyn þess að Evrópusambandið innleiði nánara samstarf landann í ríkisfjármálum og tryggi betri samruna í efnahagslífi landanna. Hvað varðar tillögur um bankana er meðal annars gert ráð fyrir sameiginlegu eftirliti með öllum bönkum innan sambandins og sameiginlegu innistæðutryggingakerfi.