62,7% aðspurðra telja að eigendur og stjórnendur bankanna hafi verið meðal þeirra sem hafi valdið mestu um bankahrunið í haust.

Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Miðlun gerði fyrir Viðskiptablaðið og birt er í blaðinu í dag.

Hér er um að ræða uppsafnaða svörun en leyfilegt var að nefna fleiri en eitt atriði. Langflestir tilgreindu eigendur og stjórnendur bankanna en næstflestir tilgreindu Fjármálaeftirlitið og ríkisstjórnin var í þriðja sæti þegar spurt var um ábyrgð á bankahruninu.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .