Íslenskir innstæðueigendur í þrotabúi Landsbankans í Lúxemborg hafa frest til 12. apríl næstkomandi til að senda inn kröfur í þrotabúið en bankinn hefur birt upplýsingar á heimasíðu sinni um hvernig á að fylla út kröfuformið.

Talið er að mörg hundruð Íslendingar hafi átt innstæður hjá bankanum þegar hann varð gjaldþrota.

Samkvæmt upplýsingum sem kröfuhafar hafa fengið frá skiptastjóranum Yvette Hamilius eru allar kröfur í búið opinber gögn og þar með aðgengileg hverjum sem er. Bankaleyndin sem ríkir í Lúxemborg nær því ekki til banka sem er í skiptum.

Að sögn Brynhildar Sverrisdóttur, talsmanns Samtaka sparifjáreigenda Landsbankans í Lúxemborg (SSLL), kemur þetta mjög á óvart og sagði hún þetta vera áfall fyrir þá sem eiga fjármuni í Lúxemborg.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .