Starfsmenn Landsbankans fá 13. mánuðinn ekki greiddan í ár eins og í fyrra. Þá ákvað yfirstjórn bankans að greiða starfsmönnum sérstaka greiðslu sem svaraði mánaðarlaunum. Samkvæmt svari frá bankanum við fyrirspurn Viðskiptablaðsins eru einu aukagreiðslurnar í desember í ár þær sem eru í samræmi við kjarasamninga.

Viðskiptablaðið sendi fyrirspurn til Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans og spurðist fyrir um launa- og þóknunargreiðslur í desember. Enginn bankanna greiðir starfsmönnum laun umfram það sem kveðið er á um í samningum. Desemberuppbótin nemur 57.300 krónum fyrir fullt starf. Hvorki Arion né Íslandsbanki greiddu starfsmönnum þrettándu mánaðarlaunin í fyrra.

Nánar er fjallað um jólabónusana í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið í heild hér að ofan undir liðnum tölublöð.