Hlutabréfaverð í írskum bönkum rauk upp og niður við opnun markaða í dag. Í gær var ljóst að fjármálakerfið vantar 24 milljarða evra til viðbótar til þess að uppfylla skilyrði stjórnvalda. Heildarkostnaður ríkisins við bankakerfið nemur nú um 70 milljörðum evra.

Niðurstöður álagsprófa voru birtar eftir lokun markaða í gær. Í kjölfarið tilkynntu stjórnvöld um afdrífaríkar breytingar á kerfinu, þar sem bankar verða sameinaðir. Þá verða mögulega allir bankar ríkisvæddir, en það hefur nú þegar verið gert að stórum hluta.

Í frétt Financial Times keur fram að við opnun markaða í dag hafi Bank of Ireland hækkað um 26%. Aðrir írskir bankar hríðféllu, Life & Permanent mest eða um 59%. Allied og Irish bank lækkaði um 15%.