Bankarnir eiga 40-100% eignarhlut af 51 fyrirtæki sem er í söluferli. Fram kemur um málið í Morgunblaðinu í dag um eignarhald banka og fjármálafyrirtækja á fyrirtækjum á Íslandi að tugur fyrirtækja hafi verið í eigu fjármálafyrirtæki í meira en tvö ár þótt núverandi lög kveði á um tólf mánaða eignarhaldstíma.

Blaðið fjallar um svar Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn Félags atvinnurekenda frá miðjum september vegna eignarhalds fjármálafyrirtækja á fyrirtækjum í óskyldum rekstri. Þar kemur m.a. fram að eignarhald banka í 68 af 72 fyrirtækjum hefur varað lengur en í 12 mánuði.

„Við teljum að FME sé þarna að túlka umhverfið of vítt. Að okkar mati byggist löggjöfin á því að það sé algjör undanþága að bankar eignist atvinnufyrirtæki, en etirlitið upplifi undantekninguna sem reglu,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í samtali við Morgunblaðið. Félagið vill breyta lögum á þann veg að tímamörk eignarhalds markist við sex mánuði í stað tólf og að nöfn fyrirtækja sem sækja um frest verði birt opinberlega.