Credit Suisse birti slakt uppgjör fyrir 2. ársfjórðung.  Hagnaður bankans var 768 milljónir svissneskra franka á tímabilinu en var 1,59 milljarðar á sama tímabili í fyrra.

Verðbréfamarkaðir eru ekki nógu sterkir til að réttlæta stórt fjárfestingabankasvið og því verður starfsfólki fækkað um 2.000 á næstunni.

UBS hyggst einnig skera niður kostnað og fækka fólki. Sömu fréttir berast frá Goldman Sachs þó engar tölur hafi verið nefndar.

Barclays bankinn í Bretlandi mun tilkynna um afkomu sína næstkomandi þriðjudag og kemur þá í ljós hvort þar verður skorið niður.