Níu bandarískir bankar sem þáðu ríkisstyrki vegna taperkstrar í kjölfar fjármálakreppunnar greiddu út 33 milljarða dala bónusa í fyrra, að því er segir í frétt WSJ.

Þar kemur fram að bankarnir níu hafi samtals tapað yfir 100 milljörðum dala, sem hafi hjálpað við að ýta fjármálakerfinu fram að brúninni og orðið til þess að ríkið setti 175 milljarða dala inn í fjármálafyrirtæki til að takast á við vandamálaeignir (Troubled Asset Relief Program, TARP).

Saksóknarinn í New York, Andrew Cuomo, upplýsti um þetta í gær. Fram kom að nær 5000 starfsmenn þessara banka, einn af hverjum 270, hafi fengið yfir 1 milljóna dala hver. Helstu starfsmenn þessara banka eru almennt með yfir 90% tekna sinna í gegnum bónusgreiðslur. Í frétt WSJ segir að sex þessara níu banka hafi greitt meira í bónusa en sem nam hagnaði þeirra.

Launagreiðslur bankanna níu lækkuðu þrátt fyrir þessar greiðslur um 11% á milli ára og námu alls 133,5 milljörðum dala í fyrra. Hlutfall hagnaðar sem fór í að greiða bónusa hækkaði hins vegar úr 41% árið 2007 í 45% í fyrra, að því er segir í WSJ.