Fjórir bankar - japanski bankinn Mitsubishi UFJ og evrópsk bankarnir Deutsche Postbank, KBC og Swedbank - kynntu í gær til sögunnar áætlanir sínar um að afla sér 11 milljarða punda af fjármagni. Bréf fjármálafyrirtækja lækkuðu mikið vegna tilkynningarinnar, þar sem óttast er að hlutur hvers hluthafa þynnist.

Mitsubishi UFJ tilkynnti um hlutafjáraukningu upp á 1 billjón jena (að andvirði 6,7 milljarða punda).

Deutsche Postbank fylgdi næstur með tilkynningu um 800 milljóna punda hlutafjáraukningu, en bankinn segir hrun Lehman Brothers vera ástæðu fjármagnsskorts hjá sér.

Swedbank vill auka hlutafé sitt um 1 milljarð punda og KBC bankinn fær 2,8 milljarða punda frá belgískum stjórnvöldum í skiptum fyrir hluti.

Telegraph greinir frá þessu.

Í frétt Telegraph segir að vanefnd Kaupþings á greiðslu vegna samúræjabréfa sé annað höggið sem japanskir fjárfestar verða fyrir á stuttum tíma, en eftir að tilkynnt var um hlutafjáraukningu Mitsubishi UFJ varð mesta lækkun fjármálafyrirtækja í 20 ár á japönskum mörkuðum.

Í frétt Telegraph er haft eftir Benedikt Sigurðssyni, talsmanni Kaupþings, að hann geti ekki sagt til um hvenær erlendar eignir Kaupþings verða seldar eða hve mikið fæst fyrir þær. Málið er að sögn Benedikts í höndum skilanefndar bankans.