Innlendir bankar í sjálfstæðu Skotlandi yrðu of stórir fyrir fjármálakerfi landsins ef Skotar ákveða að verða sjálfstæð þjóð. Þetta segir í skýrslu breska seðlabankans. Þar er sagt að þetta gæti orðið ein af efnahagslegum afleiðingum landsins við sjálfstæði Skota.

Skoskir bankar myndu eiga eignir fyrir um 254 prósent af landsframleiðslu og myndu skattgreiðendur eiga á hættu á að þurfa að greiða 65 þúsund pund hver við björgun banka.