Hlutabréf í Bandaríkjunum hækkuðu í dag eftir að líkur voru taldar hafa aukist á að Seðlabanki Bandaríkjanna muni lækka vexti sína um hálfa prósentu í vikunni til að ýta undir efnahagsstarfsemina, að því er segir í frétt Bloomberg.

Bank of America, JPMorgan Chase og Citigroup leiddu hækkanir fjármálafyrirtækja í fjórða sinn á fimm dögum.

Standard & Poor's 500 vísitalan hækkaði um 1,8%, Dow Jones um 1,5% og Nasdaq um 1%.