Hlutabréfamarkaðir í Evrópu hækkuðu í dag eftir að hafa lækkað síðustu fjóra daga en að sögn Reuters fréttastofunnar voru það helst bankar og fjármálafyrirtæki sem leiddu hækkanir dagsins.

FTSE 300 vísitalan, sem mælir 300 stærstu skráðu félögin í Evrópu, hækkaði um 2% en vísitalan náði á mánudag sex ára lágmarki og hélt áfram að lækkaði í gær og í fyrrada.

Royal Bank of Scotland, sem í morgun birti uppgjör þar sem í ljós kom að bankinn tapaði um 24 milljörðum punda á síðasta ári, hækkaði um 26,8% eftir að tilkynnt var að breska ríkið myndi taka yfir eitruð veð af bankanum fyrir um 325 milljarða punda.

Þá hækkuðu bankar á borð við UBS, Deutsche Bank, BNP Paribas, Barclays og Societe Generale á bilinu 9,4% - 16,2%.

Í Lundúnum hækkaði FTSE 100 vísitalan um 1,7%, í Amsterdam hækkaði AEX vísitalan um 1,4% og í Frankfurt hækkaði DAX vísitalan um 2,5%.

Í París hækkaði CAC 40 vísitalan um 1,8% og í Sviss hækkaði SMI vísitalan um 1,5%.

Í Kaupmannahöfn hækkaði OMXC vísitalan um 1,9%, í Stokkhólmi hækkaði OMXS vísitalan um 3,8% og í Osló hækkaði OBX vísitalan um 4,1%.