Bankar leiddu lækkun hlutabréfa í Evrópu í dag. Ástæða lækkunarinnar er sögð vera hræðsla við að ekki séu enn öll kurl kominn til grafar vegna ástandsins á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum og að áhrif þess nái dýpra en talið var.

Lækkun Fortis er sú mesta í eitt og hálft ár. Barclays Plc. Lækkaði einnig í kjölfar orðróms um að bankinn hefði sótt um neyðarfjármögnun hjá Bank of England.