Hlutabréf hækkuðu í Evrópu í dag en von um að lausfjárkrísunni á fjármálamörkuðum sé brátt a ljúka er talin meginástæða hækkunar hlutabréfa að sögn Reuters fréttastofunnar.

Þrátt fyrir fréttir af afskriftum evrópska banka í gær hækkuðu bankar og fjármálafyrirtæki í dag. Þannig hækkaði UBS um 4,9%, Credit Suisse um 5,8% og Commerzbank í Þýskalandi um 6,1%.

FTSEurofirst 300 vísitalan hækkaði um 1,2% í dag og hefur ekki verið hærri í fimm vikur en lokagildi vísitölunnar var 1.317,84 stig.

FTSE 100 vísitalan í Lundúnum hækkaði um 1,1%, DAX vísitalan í Frankfurt um 0,8% og AEX vísitalan í Amsterdam um 0,7%. Þá hækkaði CAC 40 vísitalan í París um 0,9%.

Í Kaupmannahöfn hækkaði OMXC vísitalan um 0,2% og í Osló hefur OBX vísitalan hækkað um 0,8%.