Hlutabréf í Asíu lækkuðu í dag og það voru bankar sem leiddu lækkanirnar.

Jenið náði hæsta gildi sínu gagnvart sterlingspundi og styrktist einnig gagnvart evru.

Bloomberg hefur eftir framkvæmdastjóra gjaldeyrisviðskipta hjá Tokyo Forex & Ueda Harlow, stærsta gjaldeyrismiðlara Japans, að fjárfestar séu áhættufælnir og hafi áhyggjur af því að útlánatap muni breiðast út. „Markaðir hafa efasemdir um að ríkisstjórnir geti leyst vandann og tilhneiging er til að kaupa jen,“ segir hann.

Lækkun DJ Asia-Pacific hlutabréfavísitölunnar nam 2,3%. Nikkei í Japan lækkaði um 2,3% og Hang Seng í Hong Kong um 2,2%. Úrvalsvísitalan í Sjanghæ hækkaði hins vegar um 0,4%.