Margir af stærstu bönkum heims hafa lagt fram tillögur að úrbótum á fjármálamarkaði sem myndu bæði takmarka stærð og umfang viðskiptastarfsemi þeirra. Verði tillögurnar að veruleika yrði um að ræða ein róttækustu viðbrögðin við fjármálakreppunni fram til þessa, að því er fram kemur í frétt Financial Times.

Bankarnir sem standa að baki tillögunum eru meðal annars JPMorgan Chase, Merrill Lynch, Citigroup, HSBC, Lehman Brothers og Morgan Stanley. Tillögurnar verða afhentar alþjóðlegum eftirlitsstofnunum í von um að settar verði reglur til að draga úr mótaðilaáhættu og endurreisa traust á fjármálamörkuðum. Tillögurnar gera ráð fyrir takmörkun á fjölda fjárfesta sem geta keypt flókna skuldabréfavafninga, færslu á stórum hluta afleiðumarkaðarins undir eftirlitstofnanir og að bankar verði hvattir til að verja meiri fjármunum í rannsóknir og áhættustýringu.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .