Hlutabréfamarkaðir lækkuðu í Evrópu í dag en það voru helst bankar og fjármálafyrirtæki annars vegar og bílaframleiðendur hins vegar sem höfðu hvað mest áhrif á markaði að sögn Reuters fréttastofunnar.

FTSE 300 vísitalan, sem mælir helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu, lækkaði um 1,5% í dag og hefur nú lækkað síðustu sjö af átta dögum og 44% það sem af er ári.

Eins og fyrr segir voru það bankar og fjármálafyrirtæki sem höfðu töluverð áhrif til lækkunar markaða. Þannig lækkaðu Santander um 3,2%, UBS um 4,3%, BNP Paribas um 3,5%, Barclays um 2,2% en mest lækkaði Royal Bank of Scotland eða um 8,3%.

Þá lækkuðu bílaframleiðendur nokkuð í dag eftir að Toyota lækkaði afkomuspá sína fyrir þetta ár.

Volkswagen lækkaði um 7,3%, Porsche um 1,4% og BMW um 3,9%.

Í Lundúnum lækkaði FTSE 100 vísitalan um 0,9%, í Amsterdam lækkaði AEX vísitalan um 2,4% og í Frankfurt lækkaði DAX vísitalan um 1,2%.

Í París lækkaði CAC 40 vísitalan um 2,3% og í Sviss lækkaði SMI vísitalan um 0,7%.

Í Kaupmannahöfn lækkaði OMXC vísitalan um 1%, í Stokkhólmi lækkaði OMXS vísitalan um 1,4% og í Osló lækkaði OBX vísitalan um 3,1%.